Bölmóður (1992-93)

Hljómsveitin Bölmóður frá Keflavík starfaði um tveggja ára skeið og var nokkuð virk í tónleikahaldi á Suðurnesjunum. Sveitin virðist hafa verið stofnuð 1992 og lék þá m.a. á M-hátíð í Grindavík en vorið 1993 tók hún þátt í Músíktílraunum Tónabæjar. Meðlimir Bölmóðs voru þá Arnar Vilbergsson Hammond-orgelleikari, Kristinn Jónsson gítarleikari, Pálmar Guðmundsson bassaleikari, Ólafur Freyr…

Þusl (1993-96)

Keflvíska hljómsveitin Þusl starfaði í Fjölbrautaskóla Suðurnesja um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Sögu sveitarinnar lauk um leið og skólagöngu meðlima hennar. Sveitin var líklega stofnuð haustið 1993 og það haust sigruðu þeir félagar hljómsveitakeppni sem haldin var í FS. Engar upplýsingar er að finna um meðlimaskipan í upphafi en einhverjar mannabreytingar urðu á Þusli…

Goose (1998)

Hljómsveitin Goose keppti 1998 í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík. Meðlimir sveitarinnar voru Jóhann Geir Hjartarson trommuleikari, Ólafur Freyr Númason söngvari og bassaleikari og Guðmundur Kristinn Jónsson gítarleikari. Lag með sveitinni kom út á safnplötunni Rokkstokk 1998. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.