Sýróp [3] (2002)

Hljómsveit var starfrækt undir nafninu Sýróp árið 2002 en það ár var hljómsveitin með lag á safnplötunni Afsakið hlé.

Meðlimir Sýróps voru þeir Guðmundur Kristinn Jónsson gítarleikari, Ólafur Freyr Númason söngvari, Bragi Valdimar Skúlason gítarleikari, Einar Sigurðsson bassaleikari og Jón Geir Jóhannsson trommuleikari.

Ekki liggur fyrir hversu lengi þessi sveit starfaði og óskað er eftir frekari upplýsingum um hana.