
Mosaeyðir
Punksveitin Mosaeyðir frá Höfn í Hornafirði starfaði rétt fyrir aldamótin og keppti vorið 1998 í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir Mosaeyðis voru þá Jón Eiríksson söngvari, Gunnar Bjarni Hákonarson gítarleikari, Páll Birgir Jónsson bassaleikari og Birgir Már Vignisson trommuleikari. Sveitin komst ekki í úrslit Músíktilraunanna en hlaut þeim mun meiri athygli fyrir framlag sitt, Ég elska Satan.
Mosaeyðir var enn starfandi vorið 1999 en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði.