Musica nostra (1977-80)

Musica nostra

Musica nostra var hljómsveit sem lék eins konar frumsamið þjóðlaga- eða vísnapopp en sveitin starfaði á árunum 1977 til 80.

Sveitin mun hafa verið stofnuð 1977 en upphafið má rekja til þess að Guðmundur Árnason gítarleikari og Gísli Helgason flautuleikari hófu að spila saman og svo bættust þeir Helgi E. Kristjánsson bassaleikari og Árni Áskelsson slagverksleikari. Þeir félagar léku fremur lítið opinberlega í upphafi og þegar þeir Gísli og Guðmundur fóru til Svíþjóðar sumarið 1978 gekk vísnasöngkonan Hanne Juul sem hafði reyndar búið á Íslandi um tíma, til liðs við þá og kölluðu þau sig einnig Musica nostra. Þau endurtóku leikinn sumurin 1979 og 80 og léku þá víða í Svíþjóð og jafnvel Danmörku, og reyndar unnu þau til verðlauna á vísnatónlistarhátíð í Svíþjóð.

Hér heim störfuðu félagarnir fjórir, Gísli, Guðmundur, Helgi og Árni áfram undir nafninu yfir vetrartímann og komu víða fram með efni sitt, Musica nostra kom oftsinnis fram á Vísnakvöldum Vísnavina en einnig voru þeir tíðir gestir á tónleikum í framhaldsskólunum.

Musica nostra starfaði af því er virðist eitthvað fram eftir árinu 1980 og það ár kom út eitt lag með sveitinni ásamt Ernu Guðmundsdóttur söngkonu á safnkassettu Vísnavina, Vísnakvöld 1