The Most (1989-90)

Tríóið The Most var starfrækt í kringum 1990 en það var skipað þremur kunnum tónlistarmönnum sem höfðu gert garðinn frægan í pönkinu tæplega áratug fyrr.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir bræður Mike og Danny Pollock og Gunnþór Sigurðsson bassaleikari en líkast til léku Pollock bræður báðir á gítara. Þeir félagar, sem höfðu nokkrum árum fyrr leikið saman undir nafninu Baðverðir, léku ekki mikið opinberlega en fóru þó til Bandaríkjanna og spiluðu þar sumarið 1990, um svipað leyti átti The Most lag á geisladiska-útgáfu safnplötunnar World domination or death sem gefin hafði verið út til kynningar á íslensku tónlist í Bandaríkjunum.

Fljótlega eftir það virðist sveitin hafa lognast útaf.