Vin K (1991-93)

Vin K

Hljómsveitin Vin K starfaði um tveggja ára skeið á tíunda áratug liðinnar aldar og lék það sem skilgreint var sem pönkaður blús, sveitin starfaði með hléum en var mjög virk þess á milli.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Mike Pollock söngvari og gítarleikari, Gunnar Erlingsson trommuleikari og Gunnþór Sigurðsson bassaleikari, þeir félagar fengu stundum Jens Hansson saxófónleikara með sér og hann var t.a.m. með þeim á safnplötunni Blávatn sem kom út sumarið 1993 þar sem tríóið átti eitt lag. Þeir Agnar Agnarsson og Ágúst GAK komu einnig stöku sinnum fram með sveitinni með einhvers konar gjörning.

Nafn sveitarinnar vísar til titils bókar um Bob Moran en hún bar heitir Vin K svarar ekki.