Frakkar (1982-85 / 1988)

Hljómsveitin Frakkar starfaði um þriggja ára skeið á fyrri hluta níunda áratugarins, lék funkskotið rokk og sendi frá sér eina breiðskífu. Sveitin náði þó aldrei að komast í fremstu röð í vinsældum og lognaðist smám saman útaf. Aðdragandi þess að hljómsveitin var stofnuð var sá að Þorleifur Guðjónsson bassaleikari hafði verið rekinn úr Egó haustið…

Mórall (1983)

Hljómsveitin Mórall var skammlíft verkefni starfandi vorið 1983, sem líkast til lék einungis í eitt skipti opinberlega – sem eitt af upphitunarböndunum fyrir The Fall sem hér hélt tónleika í Austurbæjarbíói. Meðlimir Mórals voru allir þekktir úr pönk- og nýbylgjusenunni, en þeir voru Bubbi Morthens söngvari, Þorleifur Guðjónsson bassaleikari, Kormákur Geirharðsson trommuleikari, Mike Pollock gítarleikari…

Vin K (1991-93)

Hljómsveitin Vin K starfaði um tveggja ára skeið á tíunda áratug liðinnar aldar og lék það sem skilgreint var sem pönkaður blús, sveitin starfaði með hléum en var mjög virk þess á milli. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Mike Pollock söngvari og gítarleikari, Gunnar Erlingsson trommuleikari og Gunnþór Sigurðsson bassaleikari, þeir félagar fengu stundum Jens Hansson…

Bandóðir (1982)

Hljómsveitin Bandóðir var skammlíf sveit sem skartaði þekktum tónlistarmönnum, aðallega úr pönk- og rokkgeiranum og kom fram opinberlega í eitt skipti, á Melarokkshátíðinni sumarið 1982. Meðlimir sveitarinnar voru Rúnar Erlingsson bassaleikari og Mike Pollock gítarleikari sem þá höfðu verið í sveitum eins og Utangarðsmönnum og Bodies, Ásgeir Bragason trommuleikari úr Purrki Pillnikk sem þá hafði…

Afmælisbörn 23. nóvember 2017

Afmælisbörnin í dag eru fimm talsins á skrá Glatkistunnar: Erlingur Björnsson (Kristján Erlingur Rafn Björnsson) gítarleikari Hljóma er sjötíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Erlingur varð ungur ein táknmynda bítilæðisins á Íslandi þótt hann væri ekki þeirra mest áberandi. Hann var gítarleikari Hljóma og Thor‘s hammer en hafði áður spilað með Skuggum og…

Das Kapital (1984-85)

Das Kapital var skammlíf sveit með Bubba Morthens í fararbroddi, á þeim tíma sem hann lifði hratt. Á þessum tíma hafði Bubbi verið í mikilli neyslu og var að brenna upp, hann hafði þá á fjögurra ára tímabili gefið út fimm sólóplötur, þrjár plötur með Utangarðsmönnum (auk eina litla) og þrjár plötur með Egó. Þegar…

Baðverðirnir (1982-83)

Hljómsveitin Baðverðirnir var starfrækt af þeim bræðrum, Mike og Dan Pollock auk Gunnþórs Sigurðssonar bassaleikara 1983 og fram á vor 1984. Sveitin spilaði nokkrum sinnum á því tímabili og má segja að helsti smellur sveitarinnar hafi verið Það er kúkur í lauginni, en það var þó ekki eitt af fjórum lögum sem sveitin tók upp…

De Vunderfoolz (1986)

De Vunderfoolz (stundum einnig nefnd Mickey Dean and the Vunderfoolz) starfaði sumarið 1986, ætlaði sér stóra hluti en lognaðist út af áður en nokkuð gerðist í þeirra málum. Sveitin var stofnuð vorið 1986 og allan tímann voru meðlimir sveitarinnar parið Mike Pollock söngvari og gítarleikari (Utangarðsmenn, Bodies o.fl.) og Jóhanna St. Hjálmtýsdóttir söngkona (systir Diddúar og…