Baðverðirnir (1982-83)

engin mynd tiltækHljómsveitin Baðverðirnir var starfrækt af þeim bræðrum, Mike og Dan Pollock auk Gunnþórs Sigurðssonar bassaleikara 1983 og fram á vor 1984.

Sveitin spilaði nokkrum sinnum á því tímabili og má segja að helsti smellur sveitarinnar hafi verið Það er kúkur í lauginni, en það var þó ekki eitt af fjórum lögum sem sveitin tók upp snemma árs 1984. Þau hafa heldur aldrei komið út á plötu.

Þeir félagar komu saman aftur nokkrum árum síðar og spiluðu þá undir nafninu Most.