Vilmundur í snörunni (um 1990)

Hljómsveit sem bar heitið Vilmundur í snörunni starfaði á síðari hluta níunda áratugar síðustur aldar, líklega alveg um 1990.

Afar litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit sem óneitanlega hlýtur að teljast meðal ósmekklegustu í íslenskri tónlist hvað nafngift varðar, fyrir liggur þó fyrir að gítarleikarinn Þorgils Björgvinsson (Sniglabandið o.m.fl.) var meðal meðlima hennar.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Vilmund í snörunni.