Operation strawberry (1998)

Operation strawberry

Hljómsveitin Operartion strawberry virðist hafa verið fremur skammlíf sveit en hún gekk einnig undir nafninu Aperacia klubnika (Aperatzia klubnika) þann skamma tíma sem hún starfaði árið 1998.

Meðlimir Operation strawberry voru þeir Ingólfur Guðmundsson trommuleikari, Ragnar Örn Emilsson gítarleikari og Daníel Brandur Sigurgeirsson bassaleikari. Þegar Birgir Kárason bættist í sveitina sem bassaleikari færði Daníel Brandur sig yfir á hljómborðið. Söngvari og gítarleikari að nafni Halli [?] mun hafa verið í sveitinni um tíma en Þórunn [?] tók við söngvarahlutverkinu af honum, ekki liggja fyrir nánari deili á þeim tveimur og er óskað eftir upplýsingum um þau.

Sveitin sérhæfði sig í upphafi í frumsömdum djassrokksstemmum eins og þeir sögðu sjálfir en síðan varð aðaláherslan á þekkt lög úr sjónvarpsþáttum.