Afmælisbörn 12. mars 2021

Daníel Brandur Sigurgeirsson

Á þessum degi eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar:

Hjördís Elín Lárusdóttir (Dísella) söngkona, hljómborðs- og trompetleikari er fjörutíu og fjögurra ára gömul í dag. Hún er ein Þriggja systra, dóttir Lárusar Sveinssonar trompetleikara og hefur komið víða við sögu í tónleikahaldi og plötuútgáfu, var t.a.m. kjörin söngkona ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum 2018. Hún gaf út plötuna Solo noi árið 2007, söng ásamt systrum sínum á plötunni Jólaboð, hefur einnig sungið í undankeppnum Eurovision og á plötum annarra listamanna. Það eru ekki margir sem vita að Dísella var hljómborðsleikari í Landi og sonum um tíma.

Daníel Brandur Sigurgeirsson gítar- og bassaleikari og söngvari fjölda hljómsveita af ýmsu tagi er fjörutíu og átta ára gamall á þessum degi. Hann hefur leikið með sveitum eins og Þel, Leppalúðunum (The Lepps), Mozart var ýktur spaði, Smaladrengjunum, Operation strawberry, Rétt skrapp frá, Cannabis og Royal, svo nokkrar séu nefndar.

Þá er hér að síðustu nefndur saxfónleikarinn Birkir Huginsson úr Vestmannaeyjum en lést árið 1997 eftir veikindi. Birkir (fæddur 1964) lék með fjölda hjlómsveita í Eyjum og eru þekktastar þeirra vafalaust Sjöund (7und), Papar og Radíus en einnig má nefna sveitir eins og Kíví, Telex, Við sem fljúgum, Lost og Prestó.

Vissir þú að Eyþór Gunnarsson er sonur Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur og fóstursonur Jóns Múla Árnasonar?