Straumar [3] (1994)

Hljómsveit sem bar nafnið Straumar starfaði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar á höfuðborgarsvæðinu, sveitin mun hafa verið stofnuð 1994 og var líklega fremur skammlíf sveit.

Meðlimir Strauma voru þeir Daníel Brandur Sigurgeirsson bassaleikari, Ragnar Þór Ingólfsson trommuleikari, Guðmundur Annas Árnason söngvari og gítarleikari og Hallgrímur Hannesson gítarleikari og söngvari.