Laust eftir 1980, allavega 1981 til 1983 starfaði tríó á Akureyri undir nafninu Straumar.
Strauma skipuðu þeir Ragnar Kristinn Gunnarsson söngvari og trommuleikari, Jakob Jónsson gítarleikari og Ásmundur Magnússon [bassaleikari?] en margt er á huldu varðandi þessa sveit.
Straumar hættu líklega störfum þegar hljómsveitin Skriðjöklar var stofnuð sumarið 1983.