Oktettinn Ottó (1996)

Oktettinn Ottó

Oktettinn Ottó var skammlíf kammersveit sem hélt fáeina tónleika sumarið 1996, fyrst í Reykjavík og svo á Akureyri.

Ottó var skipaður þeim Kjartani Óskarssyni klarinettuleikara, Sigurlaugu Eðvaldsdóttur fiðluleikara, Margréti Kristjánsdóttur fiðluleikara, Herdísi Jónsdóttur lágfiðluleikara, Lovísu Fjeldsted sellóleikara, Hávarði Tryggvasyni kontrabassaleikara, Emil Friðfinnssyni hornleikara og Rúnari Vilbergssyni fagottleika en þau voru þá öll í Sinfóníuhljómsveit Íslands.