
Október
Hljómsveit sem bar nafnið Október starfaði árin 1988 og 89 og var þá nokkuð áberandi í tónleikahaldi á höfuðborgarsvæðinu, sveitin átti tvö lög á safnsnældunni Bít árið 1990 en ekki er ljóst hvort sveitin var þá enn starfandi.
Meðlimir Októbers voru þau Jóhanna Steinunn Hjálmtýsdóttir (Hanna Steina) söngkona, Árni Daníel Júlíusson hljómborðsleikari, Ríkharður H. Friðriksson gítarleikari, Ingólfur [Júlíusson?] bassaleikari og Gunnar [?] trommuleikari.