
Greifarnir – sigurvegarar Músíktilrauna 1986
Músíktilraunir hafa verið haldnar síðan árið 1982 og hafa verið frá upphafi kjörinn vettvangur og stökkpallur fyrir ungt tónlistarfólk sem vill koma sér á kortið. Fjölmargar þeirra sveita sem hafa sigrað tilraunirnar hafa nýtt sér sigurinn og jafnvel öðlast allt að heimsfrægð fyrir, margar þeirra hafa gefið út plötur og starfað við miklar vinsældir og þá hefur jafnvel ekki þurft sigur til. Reyndar er svo að flest tónlistarfólk sem eitthvað hefur kveðið að, hefur tekið þátt í Músíktilraunum.
Fyrirkomulag keppninnar hefur alltaf verið með svipuðum hætti en í dag eru reglurnar þær að fyrst eru undankvöld haldin og tvær sveitir (ein sem áhorfendur velja og önnur sem dómnefndin kveður á um) frá hverju undankvöldi hafa svo keppt til úrslita á aðalkvöldi tilraunanna, dómnefnd getur bætt við sveitum í úrslitin. Dómnefnd hefur 100% vægi á úrslitakvöldinu en áhorfendur velja hljómsveit fólksins. Veitt hafa verið verðlaun fyrir þrjú efstu sæti keppninnar í formi hljóðverstíma o.fl. og aukinheldur hafa verðlaun verið veitt fyrir bestu hljóðfæraleikarana, textahöfunda og fleira. Á milli fjörutíu og fimmtíu hljómsveitum er hleypt í Músíktilraunir hverju sinni og má hver sveit flytja tvö lög á undankvöldunum en þrjú í úrslitum, hver sveit má ekki vera í meira en tólf til fimmtán mínútur að flytja efni sitt, sem skal jafnframt vera frumsamið.
Músíktilraunir voru lengi kenndar við Tónabæ þar sem keppnin var haldin í upphafi og allt til aldamóta, en síðan þá hefur hún verið haldin víðs vegar um Reykjavík. SATT (Samband alþýðutónskálda og tónlistarmanna) hélt utan um framkvæmd tilraunanna í fyrstu ásamt Tónabæ en þar var tónlistarmaðurinn Jóhann G. Jóhannsson fremstur í flokki. Síðan þá hafa ýmsir aðilar komið að tilraununum s.s. Hitt húsið, Rás 2, Bylgjan, Morgunblaðið og fleiri.
Árið 2003 kom út plata með tónlist frá Músíktilraunum, hún bar titilinn Músíktilraunir 2003 og hafði að geyma tónlist frá þeim sveitum sem komust í úrslit keppninnar það árið.
1982 – DRON
Músíktilraunir Tónabæjar og SATT voru fyrst haldnar haustið 1982. Sveitunum fjölgaði eftir því sem leið á keppnina og þegar upp var staðið voru þrjátíu sveitir skráðar til leiks, ein þeirra Hin rósfingraða morgungyðja mætti ekki til leiks og tók Oxsmá sæti hennar. DRON sigraði þessa fyrstu Músíktilraunir en Englabossar og Fílharmóníusveitin skiptu með sér öðru og þriðja sætinu.
Eftirtaldar sveitir kepptu: Centaur, DRON, E.K. Bjarnason band, Englabossar, Fílharmóníusveitin, Gift, Hálfsjö, Hin rósfingraða morgungyðja, Hivo Pivo, Íslandssjokkið, Lótus, Medium, Meinvillingarnir, Misræmur, Mogo homo, Nefrennsli, Oxsmá, Óþarfa afskiptasemi, Pass, Reflex, S.h. draumur, Sharem, Signultus, Sokkabandið, Strados, Te fyrir tvo, Tik tak, Trubat, Trúðurinn, Útrás og Vébandið.
1983 – Dúkkulísurnar
Haustið 1983 voru Músíktilraunirnar haldnar í annað sinn og voru þær vel sóttar af áhorfendum, því miður er ekki að finna mikla upplýsingar frá keppninni í fjölmiðlum en tuttugu og fjórar sveitir munu hafa verið skráðar til leiks. Glatkistan hefur aðeins upplýsingar um nítján þeirra. Dúkkulísurnar sigruðu og Kópavogssveitirnar Band nútímans og Þarmagustarnir lentu í öðru og þriðja sætinu.
Eftirtaldar sveitir kepptu: ¾ (Þrír fjórðu), 69 á salerninu, Afsakið, Alukard, Bad boys, Band nútímans, Butler, Bylur, Dúkkulísur, Hvers vegna?, Jelly systur, Ogopoco, Omicron, Rit, Rök, Svefnpurkur, Tekk, Tídon og Þarmagustarnir.
1984 – engar Músíktilraunir voru haldnar vegna kennaraverkfalls.
1985 – Gypsy
Árið 1985 voru Músíktilraunir haldnar í þriðja skipti og í fyrst sinn að vori. Hljómsveitin Gypsy sigraði, Special treatment varð í öðru sæti og Fásinna í því þriðja, þetta árið voru tuttugu sveitir skráðar til leiks.
Eftirtaldar sveitir kepptu: Autobahn, Bandalagið, Duo, F-929, Falskir tónar, Fásinna, Fídus, Grafararnir, Gypsy, Jónas, No time, Ofris, Panik, Qtzji qtzji qtzji, Quadro, Rocket, Special treatment, Trinity, Voice og Woodoo.
1986 – Greifarnir
1986 sigruðu Greifarnir en þeir höfðu keppt árið áður undir nafninu Special treatment, Drykkir innbyrðis urðu í öðru sæti og The Voice lenti í því þriðja, annars virðast tuttugu og tvær hljómsveitir hafa verið skráðar til leiks.
Eftirtaldar sveitir kepptu: Alexis, Antarah, Baron blitz, Chao Chao, Drykkir innbyrðis, Fúþark, Fyrirbæri, Greifarnir, Halldór og fýlupúkarnir, Hættulegur innflutningur, Konsert, Lalli og ljósastauragengið, No time, Ofris, Pereat-piltarnir, Rocket, Sex púkar, Splendit, Sviðakjammar, Voice, Watt og Þema. Svo virðist sem þrjár sveitir í viðbót hafi verið skráðar til leiks en ekki mætt til keppni, þær voru Mosi frændi, Sigga band og Wonder.
1987 – Stuðkompaníið
Árið 1987 fóru leikar þannig að Stuðkompaníið stóð uppi sem sigurvegari, Metan lenti í öðru sæti og Kvass í því þriðja. Alls tók tóku tuttugu og ein sveit þátt.
Eftirtaldar sveitir kepptu: Bandormarnir, Bláa bílskúrsbandið, Bootlegs, Deja vu, Fagmenn, Forte, Gjörningur, Gult að innan, Hvítar reimar, Illskársti kosturinn, Kvass, Metan, Múzzólíní, Óþekkt andlit, Rocky, Saffó, Skóp, Skræpótti fuglinn, Sogblettir, Stuðkompaníið og Tarkos.
1988 – Jójó
1988 voru tuttugu og fjórar hljómsveitir skráðar til leiks Músíktilrauna og fóru leikar þannig að Jójó frá Skagaströnd sigraði, Herramenn lentu í öðru sæti og Fjörkallar í því þriðja.
Eftirtaldar sveitir kepptu: Annexia, Astro, Bootlegs, Dansdeildin, Dúddabandið, Expet, Fjörkallar, Herramenn, Húgó og Hermína, Jójó, Kargó, Katla kalda (Mosi frændi), Kjósið okkur, Moriarty, N. á nýrómantík, Nota bene, Pandóra, Plastgeir og Geithildur, Skóp, Tarkos, Tregablandin lífsgleði, Túrbó, Útúrdúr og Þrykkt í þarma.
1989 – Laglausir
1989 voru tilraunirnar haldnar í samstarfi Tónabæjar og útvarpsstöðvarinnar Bylgjunnar eins og reyndar árið áður, tuttugu sveitir voru skráðar til leiks og sigurvegarar keppninnar að þessu sinni var hljómsveitin Laglausir, Bootlegs lenti í öðru sæti og Bróðir Darwins í þriðja sæti.
Eftirtaldar sveitir kepptu: Batterí, Bootlegs, Bróðir Darwins, Brúðkaup Fígarós, Foli og flippararnir, Fretað í fótspor, Hestaleigan, Íslensk knattspyrna, Laglausir, Lalli og sentimetrarnir, Leiðtogarnir, Max, Neyðin, Sérsveitin, Stertimenni, Tens, Titanic, Trassarnir, Túrbó og Vitringarnir.
1990 – Nabblastrengir
1990 héldu Rás 2 og Tónabær Músíktilaunirnar og voru tuttugu og fjórar hljómsveitir sagðar skráðar til leiks, þær urðu þó ekki nema sautján sem kepptu af því er virðist. Lyktir urðu þær að Nabblastrengir stóðu uppi sem sigurvegarar, Frímann hafnaði í öðru sæti en engar upplýsingar er að finna um hvaða sveit lenti í þriðja sætinu.
Eftirtaldar sveitir kepptu: Ber að ofan, Blöndustrokkarnir, Elohim, The Evil pizza delivery boys, Frímann, Frk. Júlía, Hreinir sveinar, Hrói höttur og munkarnir, Nabblastrengir, Nerdir, Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur, Sérsveitin, Siggi hennar Önnu, Smaladrengirnir úr Neðra Koti (SÚNK), Strigaskór nr. 42, Trassarnir og Við erum menn.
1991 – Infusoria (Sororicide)
Árið 1991 varð keppni dauðarokkssveitanna en flestar sveitirnar það árið tilheyrðu þeirri stefnu. Alls tóku tuttugu og tvær sveitir þátt í Músíktilraunum en þrjú efstu sætin voru í höndum Infusoria (síðar Sororicide), Trassanna og Mortuary.
Eftirtaldar sveitir kepptu: Dagfinnur dýralæknir, Diddi, Durkheim, The Evil pizza delivery boys, Exit, Funkhouse, Infusoria (Sororicide), Jónatan, Maskínan, Mortuary, Myrtur, Möbelfacta, Mömmustrákar, Nir-vana, No comment, Pax romania, Röndótta regnhlífin, Saktmóðigur, Strigaskór nr. 42, Trassarnir, Víbrar og Þörungarnir.
1992 – Kolrassa krókríðandi
Árið 1992 var áherslan enn á þungt rokk í Músíktilraunum. Tuttugu og fjórar sveitir tóku þátt að þessu sinni en fjölmargar þurftu frá að hverfa, sigurvegarar tilraunanna að þessu sinni var Kolrassa krókríðandi, In memoriam hafnaði í öðru sæti og Inflammatory í þriðja sæti.
Eftirtaldar sveitir kepptu: Auschwitz, Baphomet, Bar 8, Blimp, Carpe diem, Clockwork diabolus, Condemned, Cranium, Creamation, Dyslexia, Dystophia, Forgarður helvítis, Goblin, In memoriam, Inflammatory, Keldusvínin, Kolrassa krókríðandi, Maunir, Niturbasarnir, Not correct, Sjúðann, Skítamórall, Tjalz Gissur og Uxorius. Fimm sveitir að auki voru nefndar í upptalningu Morgunblaðsins en kepptu ekki af einhverjum ástæðum, þær voru B.R.A., Exit, Exorcismos, Hydro og Phimosis.
1993 – Yukatan
Músíktilraunir voru vorið 1993 haldnar í ellefta sinn og var metfjöldi þátttökusveita það árið, undankvöldunum var fjölgað í fjögur í stað þriggja áður og þrjátíu og sex sveitir tóku þátt, alls sóttu sextíu og þrjár sveitir um. Sigurvegari varð hljómsveitin Yukatan, Tjalz Gissur lenti í öðru sæti og Cranium hreppti þriðja sætið.
Eftirtaldar sveitir kepptu: Allodimmug, Bacchus, Blekking, Burkni bláálfur, Bölmóður, Corpsegrinder, Cranium, Cremation, Disagreement, Entearment, Gröftur, Hróðmundur hippi, Joseph and Henry Wilson limited established 1833, Jurt, Lilli gó, Moskvítsj, Múspell, Nefbrot, Opus dei, Pain, Pegasus, Rack, Rómeó og Júlíus, Skrýtnir, Steypa, Stjánar, Suicidal diarrhea, Svívirðing, Tjalz Gissur, Tombstone, Unhuman casualties, Urmull, Yukatan, Zorglúbb og Ævintýri Hans og Grétars. Svo virðist sem Bakkus konungur, Boogie, Cursh, Embættið og Sex ára svefn hafi einnig verið skráðar til leiks en ekki tekið þátt.
1994 – Maus
1994 var árið sem Maus sigraði Músíktilraunir, Wool hafnaði í öðru sæti og FullTime 4WD í þriðja. Alls tóku tuttugu og sjö hljómsveitir þátt.
Eftirtaldar sveitir kepptu: Bláir skuggar, Burp corpse, Cyclone, Dísel Sæmi, Embrace, Empty, FullTime 4WD, Gröm, Insol, Kaos, Kenya, Léttlynda rós, Man, Maus, Mound, Mósaík, Opus dei, Pýþagóras, Rasmus, Tennessee trans, Thunder love, Torture, Vocal Pharos, Weghevyll, Winnie the pooh, Wool og Zarah.
1995 – Botnleðja
Á þessum árum náði hver sveitin á fætur annarri góðum árangri eftir sigur í Músíktilraunum, að þessu sinni var það Botnleðja sem stóð uppi sem sigurvegari, Stolía varð önnur og 200.000 naglbítar þriðja. Þrjátíu og tvær sveitir tóku þátt.
Eftirtaldar sveitir kepptu: 200.000 naglbítar, Allt í hönk, Bee spiders, Blunt, Border, Botnleðja, Cyclone, Föstudagurinn þrettándi, Gormar og geimfluga, Gort, Jelly belly, Kolka, Krá-khan, Kuffs, Kusk, Lilian Jimxky, Læðurnar, Morð, Móri, Mósaík, Pétur, Pýþagóras, Richter, Splurge, Stillborn, Stolía, Tartarus, Tempest, Three city flavours, Three monkeys, Títus og Weghevyll.
1996 – Stjörnukisi
Þrjátíu hljómsveitir munu hafa verið skráðar til leiks í Músíktilraunum vorið 1996 en upplýsingar finnast aðeins um tuttugu og níu, sigurvegari var hljómsveitin Stjörnukisi, Á túr varð önnur í röðinni og Gutl hlaut bronsið.
Eftirtaldar sveitir kepptu: Á túr, Baun, Bee spiders, Best fyrir, Cookie crumbs, Flo´, Gaur, Gazogen, Gutl, Hi fly, Íkveikja, “költhljómsveitin” Klamydia, Moðfisk, Naut, Ormétinn, Panorama, The Paranormal, Peg, Rússfeldur, Shape, Sílikon, Skvaldur, Sódavatn, Spírandi baunir, Star bitch, Steinsteypa, Stjörnukisi, Stonehenge og Stürmwandsträume.
1997 – Soðin fiðla
Sigurvegari Músíktilraun 1997 var hljómsveitin Soðin fiðla en Tríó Óla Skans varð önnur, The Outrage hafnaði svo í þriðja sæti. Þrjátíu og fjórar sveitir tóku þátt að þessu sinni.
Eftirtaldar sveitir kepptu: 0101, Animosity, Andhéri, Anus, Demogorgon, Drákon, Ebeneser, EST 7000, Flasa, Fungus, Gaur, Innvortis, Kóngulóarbandið, Lady umbrella, Lagleysa, Mamma hestur, Möl, Nuance, The Outrage, Pistada Baba, Plasma, Roð, Semi in suits, Shemale, Soðin fiðla, Spitsign, Stórbruni, Tempest, Triumphant warrior, Tríó Óla Skans, Urðhurðhurðauga, Vatn, Woofer og Þórgunnur nakin.
1998 – Stæner
Í Músíktilraunum vorið 1998 báru félagarnir í Stæner sigur úr býtum, Bisund varð önnur og Mad methods hrepptu þriðja sætið. Fjörutíu sveitir kepptu um sigurinn.
Eftirtaldar sveitir kepptu: Ambindrylla, Amnesia, Bad toys, Bisund, Cupid, D-7, Duffel, Dúnmjúkar kanínur, Endemi, Equal, Farmerarnir, Frances, Fussumsvei, Gleðibankinn, Guð, Hit Móses, Insurcion, Jah, Kókóhundur, Krumpreður, Körkvúdd, Læderskurkene, Mad methods, Mímir, Mosaeyðir, Oblivion, The Outrage, Óvana, Phantasmagoria, Rennireið, Silfurrefur, Skít puzz, Sofandi, Spectrum, Splæsing nönns, Spúnk, Stæner, Sultur, Útbrot og Vein.
1999 – Mínus
Árið 1999 kepptu þrjátíu og tvær sveitir í Músíktilraunum Tónabæjar. Sigurvegarar það árið voru Mínus en Etanól og Sinn fein skipuðu sér í annað og þriðja sætið.
Eftirtaldar sveitir kepptu: Barnafita, Bensidrín, Betrefi, Dikta, Dormus, Etanól, Faríel, Freðryk, Frumefni 114, Fuse, Hroðmör, Jah, Kruml, Leggöng tunglsins, Messías, Mínus, Moðhaus, Niðurrif, Óbermi, Ópíum, Raddlaus rödd, RLR, Room full of mirrors, Sauna, Sinn fein, Smaladrengirnir, Spindlar, Spliff, Stafræn tækni, Tikkal, Tin og Trekant.
2000 – 110 Rottweiler (XXX Rottweiler)
Aldamótaárið 2000 urðu merk tímamót í sögu Músíktilraunanna en þá sigraði rappsveit í fyrsta skipti, það voru 110 Rottweiler (síðar XXX Rottweiler), Snafu varð í öðru sæti og Elexír í því þriðja en alls voru þrjátíu og fimm sveitir skráðar til leiks.
Eftirtaldar sveitir kepptu: 110 Rottweiler, 303 band, Afró, Auxpan, Be not, Bulldoze, Búdrýgindi, Decadent Podunk, Dikta, Dissan Bunny, Ecko, Einelti, Elexír, Epídót, Frír bjór, Heift, Hyldýpi, Karl Marx, Kraumfenginn, Linchpin, Mannamúll, Mistúlkun, Molesting mr. Bob, Morfín, Ópíum, Óvana, Prozac, Raddlaus rödd, Rídalín, Skörungur, Smarty pants, Snafu, Súpermódel, VDE-066 og Veggfóður.