Hljómsveitin Strados frá Stykkishólmi var starfandi á árunum 1982-83.
Sveitin tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og SATT haustið 1982 og komst þar í úrslit.
Meðlimir Strados voru Gunnar Sturluson gítarleikari, Rafn Júlíus Rafnsson bassaleikari, Sigurður Sigurþórsson gítarleikari, Hafþór Guðmundsson trommuleikari og Jóna Lovísa Jónsdóttir en hún var söngkona hljómsveitarinnar.