Stólar (1974-75)

Stólar2

Stólar

Hljómsveitin Stólar var stofnuð sumarið 1974 upp úr tveimur sveitum sem þá höfðu gert garðinn frægan, Náttúru og Rifsberju.

Í fyrstu var sveitin skipuð þeim Sigurði Árnasyni bassaleikara og Ólafi Garðarssyni trommuleikara (sem komu úr Náttúru) og Þórði Árnasyni gítarleikara og Gylfa Kristinssyni söngvara (báðum úr Rifsberju) en um haustið bættist Ómar Óskarsson píanóleikari í hópinn, í kjölfarið fór sveitin að spila opinberlega.

Stólar varð þó ekki langlíf hljómsveit og snemma árs 1975 bárust fréttir af því að hún hefði lagt upp laupana án þess að láta almennilega til sín taka.