Stratos kvintettinn (1958-59)

Stratos kvintettinn1

Stratos kvintettinn

Stratos kvintettinn lék á öldurhúsum Reykjavíkurborgar og nágrennis á árunum 1958 og 59 en engar upplýsingar er að finna hverjir skipuðu sveitina.

Ýmsir söngvarar komu fram með kvintettnum meðan hann starfaði og má nefna þau Þóri Roff, Birnu Pétursdóttur, Hauk Morthens, Önnu Jóhannesdóttur og Jóhann Gestsson, sem söng með þeim lengst af.