Hljómsveit/ir Karls Jónatanssonar (1943-2003)

Þegar talað er um Hljómsveit Karls Jónatanssonar má segja að um margar sveitir sé að ræða og frá ýmsum tímum, reyndar ganga þær einnig undir mismunandi nöfnum eins og Hljómsveit Karls Jónatanssonar, Kvintett Karls Jónatanssonar, Stórsveit Karls Jónatanssonar o.s.frv. en eiga það sammerkt að vera allar kenndar við hann. Fyrsta útgáfa hljómsveitar Karls var starfrækt…

Egon (1955-67)

Hljómsveitin Egon (stundum nefnd Egon kvintett og síðar Egon og Eyþór) lífgaði upp á tónlistarlífið í Stykkishólmi um árabil á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hljómsveitin var stofnuð 1955, meðlimir hennar höfðu allir fengið tónlistargrunn sinn úr Lúðrasveit Stykkishólms, og lék hún á dansleikjum, aðallega á Vesturlandi, framundir lok áratugarins. Sú útgáfa sveitarinnar var…

Stratos kvintettinn (1958 – 1959)

Stratos kvintettinn lék á öldurhúsum Reykjavíkurborgar og nágrennis á árunum 1958 og 59 en engar upplýsingar er að finna hverjir skipuðu sveitina. Ýmsir söngvarar komu fram með kvintettnum meðan hann starfaði og má nefna þau Þóri Roff, Birnu Pétursdóttur, Hauk Morthens, Önnu Jóhannesdóttur og Jóhann Gestsson, sem söng með þeim lengst af.