Orion [1] (1956-58)

Nokkrar hljómsveitir hafa gengið undir nafninu Orion, sú fyrsta á sjötta áratugnum en hún bar ýmist nafnið Orion kvintett eða Orion kvartett, fyrrnefnda nafnið þó mun lengur. Sveitin varð að öllum líkindum fyrsta íslenska hljómsveitin til að fara í útrás. Það var gítarleikarinn Eyþór Þorláksson sem stofnaði Orion kvintett á fyrri hluta árs 1956 en…

Stratos kvintettinn (1958 – 1959)

Stratos kvintettinn lék á öldurhúsum Reykjavíkurborgar og nágrennis á árunum 1958 og 59 en engar upplýsingar er að finna hverjir skipuðu sveitina. Ýmsir söngvarar komu fram með kvintettnum meðan hann starfaði og má nefna þau Þóri Roff, Birnu Pétursdóttur, Hauk Morthens, Önnu Jóhannesdóttur og Jóhann Gestsson, sem söng með þeim lengst af.