Taboo kvintett (1960-61)

Taboo kvintettinn

Taboo kvintettinn

Taboo kvintett var starfrækt í kringum 1960 og samkvæmt auglýsingum í blöðum frá 1961 var hún skipuð þeim Pétri [?], Tryggva [?], Rafni [?], Sveini Sigurkarlssyni og Donald [Walker bassaleikara?]. Söngkona sveitarinnar var Astrid Jensdóttir en Sigurður Johnny mun einnig hafa sungið með sveitinni. Á einhverjum tímapunkti er Jóhann Gestsson auglýstur sem söngvari með sveitinni sem og Agnes [?]

Taboo gæti hafa gengið undir nafninu Tónik kvintett í upphafi en ýmislegt bendir til þess að hún hafi breytt um nafn þar sem önnur sveit bar það nafn. Sveitin starfaði einungis um nokkurra mánaða skeið.