Pain (1991-94)

Pain

Pain

Hljómsveitin Pain starfaði við Framhaldsskólann á Laugum á sínum tíma og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar eins og margar aðrar sveitir.

Pain, sem að öllum líkindum var dauðarokkssveit var líklega stofnuð haustið 1991 en hún keppti tvívegis í fyrrnefndum Músíktilraunum, 1992 og 93, hún komst þó í hvorugt skiptið í úrslit keppninnar.

Meðlimir Pain voru Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari (Skálmöld, Hraun o.m.fl.), Örlygur Benediktsson söngvari og hljómborðsleikari (Kalk, Klamidía X o.fl.), Haraldur Rúnar Sverrisson bassaleikari (Douglas Wilson o.fl.), Hjörtur Hólm Hermannsson trommuleikari og Heiðar Jónsson söngvari. Guðmundur Halldórsson gæti hafa verið söngvari sveitarinnar framan af.

Sveitin starfaði að minnsta kosti til 1994.