Joseph and Henry Wilson limited established 1833 (1993)

Joseph and Henry Wilson

Joseph and Henry Wilson limited established 1833

Hljómsveitin Joseph and Henry Wilson limited estabilshed 1833 var starfrækt í héraðsskólanum að Laugum í Sælingsdal vorið 1993 en þá keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar. Titill sveitarinnar var sóttur til umbúða utan af snuffi.

Sveitin hafði reyndar ekki erindi sem erfiði í keppninni og komst ekki í úrslit. Ekkert bendir til að sveitin hafi verið starfandi nema þetta vor en meðlimir Joseph and Henry Wilson limited established 1833 voru Heiðar Jónsson trommuleikari, Richard Haukur Sævarsson gítarleikari, Magni Sigurður Sigmarsson bassaleikari og Örn Elías Guðmundsson (Mugison) söngvari og gítarleikari. Að öllum líkindum markar þessi keppni upphaf Mugisons á tónlistarsviðinu.

Sveitin keppti aftur í breyttri mynd ári síðar í Músíktilraunum undir nafninu Dísel Sæmi.