Tarkos (1985-88)

engin mynd tiltækReykvíska hljómsveitin Tarkos starfaði a.m.k. um þriðja ára skeið á árunum 1985-88.

Sveitin tók tvívegis þátt í Músíktilraunum Tónabæjar, fyrst árið 1987 en sveitin var þá skipuð þeim Viggó [?] söngvara, Tyrfingi Þórarinssyni gítarleikara, Þorfinni Pétri Eggertssyni bassaleikara og Eggerti Þór Jónssyni trommuleikara. Sveitin komst ekki í úrslit.

1988 tók sveitin aftur þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Þá höfðu orðið heilmiklar mannabreytingar í sveitinni en þeir Þorfinnur og Eggert voru einir eftir af þeim sem kepptu árið áður, aðrir meðlimir voru þeir Guðmundur Árni Ágústsson gítarleikari, Sigurður Már Ólafsson söngvari og Eric Lacoeur gítarleikari. Ekki komst sveitin í úrslit fremur en árið á undan