Afró (2000)

engin mynd tiltækHornfirska þungarokkssveitin Afró var starfandi í kringum aldamótin og keppti í Músíktilraunum árið 2000. Þá var sveitin skipuð þeim Jóni Karli Jónssyni söngvara og gítarleikara, Rögnvaldi Ómari Reynissyni bassaleikara, Eymundi Inga Ragnarssyni trommuleikara og Friðriki Jónssyni söngvara og gítarleikara. Sveitin komst ekki áfram í úrslit tilraunanna.

Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.