Afmælisbörn 20. september 2021

Í dag koma þrjú afmælisbörn fyrir í gagnagrunni Glatkistunnar, þau eiga bæði ættir að rekja vestur á firði: Edda Borg (Ólafsdóttir) hljómborðsleikari og söngkona frá Bolungarvík er fimmtíu og fimm ára gömul á þessum degi. Edda hefur spilað með mörgum hljómsveitum s.s. Perlubandinu, Kveldúlfi, Fiction, Hljómsveit Sigríðar Beinteinsdóttur og Model, sem margir muna sjálfsagt eftir…

Friðrik Jónsson (1915-97)

Friðrik Jónsson frá Halldórsstöðum var kunnur harmonikkuleikari og lagahöfundur sem samdi nokkur lög sem allflestir þekkja, hann gegndi stöðu organista í fjölmörgum kirkjum samfellt í hartnær fimmtíu ár. Friðrik Jónsson (f. 1915) var fæddur og uppalinn á Halldórsstöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjasýslu og bjó þar raunar lungann úr ævinni, hann flutti inn til Húsavíkur árið…

Foxes (1966-68)

Bítlahljómsveitin Foxes var starfrækt í Héraðsskólanum að Laugum í Reykjadal í Þingeyjasýslu um tveggja vetra skeið árin 1966-68, sveitin sem var skólahljómsveit starfaði einnig utan skólans og lék m.a. á þorrablótum og annars konar samkomum og dansleikjum. Það voru þeir Friðrik Friðriksson trommuleikari, Sæmundur Harðarson gítarleikari, Sigfús Illugason bassaleikari og Pálmi Gunnarsson sem spilaði á…

Naboens rockband (1984-88)

Hljómsveitin Naboens rockband starfaði um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar en kom örsjaldan fram opinberlega. Meðlimir sveitarinnar voru Arnar Már Ólafsson söngvari og gítarleikari, Ingi R. Ingason trommuleikari, Ægir Sævarsson bassaleikari og Friðrik Jónsson hljómborðsleikari. Naboens rockband hafði verið stofnuð 1984 (jafnvel 1985) en kom fyrst fram á sviði 1988, þá tvívegis.…

Karakter (1988-98)

Akureyska hljómsveitin Karakter starfaði um árabil og skemmti Norðlendingum og öðrum skemmtanaþyrstum Íslendingum með ballprógrammi sínu. Sveitin átti rætur sínar að rekja að hluta til til Stuðkompanísins sem hafði sigrað Músíktilraunir vorið 1987 og keyrt sig út á sveitaböllunum áður en hún hætti sumarið 1988, í kjölfarið var Karakter stofnuð. Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru…

Afró (2000)

Hornfirska þungarokkssveitin Afró var starfandi í kringum aldamótin og keppti í Músíktilraunum árið 2000. Þá var sveitin skipuð þeim Jóni Karli Jónssyni söngvara og gítarleikara, Rögnvaldi Ómari Reynissyni bassaleikara, Eymundi Inga Ragnarssyni trommuleikara og Friðriki Jónssyni söngvara og gítarleikara. Sveitin komst ekki áfram í úrslit tilraunanna. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Bensidrín (1999-2002)

Bensidrín var hornfirsk pönksveit starfandi 1999 en þá keppti hún í Músíktilraunum, komst áfram í úrslit en hafði þar ekki erindi sem erfiði. Meðlimir sveitarinnar voru þá Arnar Freyr Björnsson söngvari, Friðrik Jónsson gítarleikari, Hafsteinn Haraldsson söngvari, Jón Karl Jónsson gítarleikari, Páll Birgir Jónsson trommuleikari og Rögnvaldur Ómar Reynisson bassaleikari. Sveitin starfaði eitthvað áfram, líklega…

Gylfi Ægisson – Efni á plötum

Gylfi Ægisson – Gylfi Ægisson Útgefandi: Hljómar Útgáfunúmer: HLJ 009 Ár: 1975 1. Íslensku sjómennirnir 2. Snemma á kvöldin 3. Sævar skipstjóri 4. Drykkjumaðurinn 5. Til móður minnar 6. Helgarfrí 7. Betlarinn 8. Rauðhetta 9. Hinsta bón blökkukonunnar 10. Eyjan mín bjarta (þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 1974) Flytjendur Sigurður Karlsson – trommur Engilbert Jensen – söngur og slagverk Rúnar Júlíusson…