Rómeó og Júlíus (1993)

engin mynd tiltækRómeó og Júlíus virðist hafa verið fremur skammlíf hljómsveit frá Akranesi starfandi árið 1993.

Um vorið keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar, þá voru liðar hennar Hörður Ómarsson bassaleikari, Ólafur Böðvarsson trommuleikari, Kristinn Elíasson gítarleikari og Geir Harðarson söngvari og gítarleikari. Sá síðast taldi gaf síðar út sólóplötur en hinir virðast ekki hafa komið meira nálægt tónlist að neinu ráði.

Rómeó og Júlíus komust ekki áfram í úrslit Músíktilrauna.