Rómó og Geiri (1958-65)

Rómó og Geiri

Rómó og Geiri ásamt Sigurdóri Sigurdórssyni (t.v.)

Rómó og Geiri var fyrsta alvöru hljómsveit Geirmundar Valtýssonar en sveitina stofnaði hann um fimmtán ára aldur, árið 1958. Á þessum árum gekk Geirmundur undir gælunefninu Geiri.

Sveitin var alla tíð tríó þeirra bræðra Geirmundar og Gunnlaugs Valtýssona og Jóns Sæmundssonar, en þeir félagar léku mestmegnis á heimaslóðum, í Skagafirðinum og Húnavatnssýslum. M.a. léku þeir við vígslu félagsheimilisins Víðihlíðar árið 1961 og áttu eftir að leika þar margsinnis eftir það. Geirmundur og Gunnlaugur léku á harmonikkur en Jón á trommur framan af en síðar færði Geirmundur sig yfir á gítar.

Rómó og Geiri störfuðu allt til ársins 1965 en nokkrum árum síðar stofnaði Geirmundur Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar eins og frægt er.