Rómó og Geiri (1958-65)

Rómó og Geiri

Rómó og Geiri ásamt Sigurdóri Sigurdórssyni (t.v.)

Rómó og Geiri var fyrsta alvöru hljómsveit Geirmundar Valtýssonar en sveitina stofnaði hann um fimmtán ára aldur, árið 1958. Á þessum árum gekk Geirmundur undir gælunefninu Geiri.

Sveitin var alla tíð tríó þeirra bræðra Geirmundar og Gunnlaugs Valtýssona og Jóns Sæmundssonar, en þeir félagar léku mestmegnis á heimaslóðum, í Skagafirðinum og Húnavatnssýslum. M.a. léku þeir við vígslu félagsheimilisins Víðihlíðar árið 1961 og áttu eftir að leika þar margsinnis eftir það. Geirmundur og Gunnlaugur léku á harmonikkur en Jón á trommur framan af en síðar færði Geirmundur sig yfir á gítar.

Rómó og Geiri störfuðu allt til ársins 1965 en nokkrum árum síðar stofnaði Geirmundur Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar eins og frægt er.

Ýmsir söngvarar komu fram með sveitinni og sungu með henni, m.a. Sigurdór Sigurdórsson og Mínerva Björnsdóttir (sem síðar varð eiginkona Geirmundar).