Ferguson-tríóið (1958)

Ferguson-tríóið starfaði í Skagafirðinum árið 1958 eða um það leyti. Tríóið, sem lék á dansleikjum í sveitinni var skipað þeim bræðrum Geirmundi og Gunnlaugi Valtýssyni sem léku líklega báðir á harmonikkur, og Jóni [?] sem hugsanlega var trommuleikari sveitarinnar. Hugsanlegt er að þessi sveit hafi síðar hlotið nafnið Rómó og Geiri.

E.t.v. má segja að Ferguson-tríóið marki upphaf skagfirsku sveiflunnar sem kennd hefur verið við Geirmund.