Félag harmonikuunnenda í Skagafirði [félagsskapur] (1992-)

Félag harmonikuunnenda í Skagafirði hefur starfað síðan snemma á tíunda áratug síðustu aldar og er með öflugri félögum af því tagi á landinu. Félagið var stofnað snemma árs 1992 með það að markmiði að efla og kynna harmonikkutónlist í Skagafirðinum. Starfsemin hófst að nokkrum krafti og m.a. var þar starfandi hljómsveit sem lék m.a. með…

Ferguson-tríóið (1958)

Ferguson-tríóið starfaði í Skagafirðinum árið 1958 eða um það leyti. Tríóið, sem lék á dansleikjum í sveitinni var skipað þeim bræðrum Geirmundi og Gunnlaugi Valtýssyni sem léku líklega báðir á harmonikkur, og Jóni [?] sem hugsanlega var trommuleikari sveitarinnar. Hugsanlegt er að þessi sveit hafi síðar hlotið nafnið Rómó og Geiri. E.t.v. má segja að…

Geirmundur Valtýsson (1944-)

Geirmundur Valtýsson telst vera þekktasti tónlistarmaður Skagafjarðar og um leið eitt helsta einkenni Sauðárkróks og nágrennis, og reyndar er svo að heil tónlistarstefna hefur verið kennd við hann, fjölmargir stórsmellir eru runnir frá Geirmundi auk fjölda breiðskífa en þær eru á annan tug, auk þriggja smáskífa. Hjörtur Geirmundur Valtýsson er fæddur í Skagafirði (1944) og…

Mánakvartettinn [3] (1992-94)

Söngkvartettinn Mánakvartettinn starfaði í Skagafirðinum á fyrri hluta síðasta áratugar liðinnar aldar. Meðlimir kvartettsins voru þeir Jón Gunnlaugsson bassi, Guðmundur Ragnarsson bassi, Magnús Sigmundsson tenór og Jóhann Már Jóhannsson tenór. Þeir félagar skemmtu með söng sínum á ýmsum samkomum í sveitinni á árunum 1992 til 94, og hugsanlega eitthvað lengur.

Bændakór Skagfirðinga (1916-25)

Bændakór Skagfirðinga starfaði í um áratug snemma á síðustu öld en Karlakórinn Heimir var síðar stofnaður upp úr honum. Það voru þeir Benedikt Sigurðsson á Fjalli og Pétur Sigurðsson á Geirmundarstöðum sem voru aðalhvatamenn að stofnun kórsins. Í byrjun var einungis að ræða tvöfaldan kvartett sem söng fyrst opinberlega 1916 undir stjórn Péturs en hann…

Trico (um 1970)

Hljómsveitin Trico var starfrækt í Skagafirðinum, líklega um eða eftir 1970. Meðlimir sveitarinnar voru á unglingsaldri og var Jens Kr. Guðmundsson, síðar tónlistarblaðamaður og bloggari, einn meðlima hennar. Allar nánari upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Pétur Sigurðsson (1899-1931)

Nafn Péturs Sigurðssonar tónskálds er ekki vel þekkt utan Skagafjarðar en hann hafði mikil áhrif á tónlistarlíf á heimaslóðum nyrðra. Pétur fæddist 1899 og bjó alla tíð í Skagafirðinum, hann var bóndasonur, nam húsasmíði og starfaði einkum við brúarsmíði. Hann hlaut ekki tónlistaruppeldi sem neinu næmi en hlaut þó einhverja tilsögn á harmonium, að öðru…

Karlakórinn Fylkir (1964)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Karlakórinn Fylki en hann var starfræktur í Skagafirðinum árið 1964. Ekkert er að finna um starfstíma kórsins, stjórnanda né annað sem viðkemur honum. Allar upplýsingar eru þ.a.l. vel þegnar.

Karlakórinn Feykir (1961-70)

Karlakórinn Feykir starfaði í um áratug á síðustu öld og ber vitni um blómlegt tónlistarlíf og ríka sönghefð í Skagafirðinum en um tíma voru þar þrír karlakórar starfandi samtímis. Feykir var stofnaður í febrúar 1961 í sveitunum austan megin Skagafjarðar og voru stofnmeðlimir kórsins um tuttugu. Meðlimum kórsins átti þó eftir að fjölga um helming…

Rómó og Geiri (1958-65)

Rómó og Geiri var fyrsta alvöru hljómsveit Geirmundar Valtýssonar en sveitina stofnaði hann um fimmtán ára aldur, árið 1958. Á þessum árum gekk Geirmundur undir gælunefninu Geiri. Sveitin var alla tíð tríó þeirra bræðra Geirmundar og Gunnlaugs Valtýssona og Jóns Sæmundssonar, en þeir félagar léku mestmegnis á heimaslóðum, í Skagafirðinum og Húnavatnssýslum. M.a. léku þeir…

Dissan bunny (2000)

Skagfirska hljómsveitin Dissan Bunny keppti í Músíktilraunum árið 2000 og var þá skipuð þeim Árna R. Guðmundssyni gítarleikara, Rögnvaldi Inga Ólafssyni söngvara, Einari Þ. Tryggvasyni trymbli og Sveini I. Reynissyni bassaleikara. Reyndar var Rögnvaldur söngvari ekki með þeim í Músíktilraununum en Árni gítarleikari söng í hans stað. Dissan Bunny komst ekki áfram í úrslit keppninnar.