Söngfélag Skagfirðinga (1894)

Litlar upplýsingar er að finna um kór eða söngfélag sem gekk undir nafninu Söngfélag Skagfirðinga og var stofnað árið 1894. Líkur eru á að söngfélag þetta hafi staðið fyrir sönguppákomum á héraðs- og sýslufundum Skagfirðinga (sem síðar var kallað Sæluvika) og jafnvel sungið á öðrum samkomum nyrðra en heimildir eru afar takmarkaðar og því er óskað eftir frekari upplýsingum.

Fyrir liggur að nýtt svokallað söngfélag hafi verið stofnað í Skagafirðinum árið 1917 en þar er sjálfsagt um að ræða karlakór sem gekk undir nafninu Bændakór Skagfirðing og starfaði í um áratug.