Söngfélag Sólheimakapellu (1962)

Lítill kirkjukór, Söngfélag Sólheimakapellu var stofnaður snemma árs 1962 en þá hafði kapellan á Sólheimum í Mýrdal nýverið verið vígð og tekin í gagnið, fjórtán meðlimir voru stofnfélagar í þessu söngfélagi en um var að ræða blandaðan kór. Ekki var messað reglulega við Sólheimakapellu og því hefur söngstarfið líkast til verið nokkuð stopult og varla samfellt.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Söngfélag Sólheimakapellu, hversu lengi það starfaði, hver annaðist söngstjórn o.s.frv.