Hvítar reimar (1987)

engin mynd tiltækHljómsveitin Hvítar reimar úr Keflavík og Sandgerði var stofnuð snemma vors 1987 og keppti nokkru síðar í Músíktilraunum Tónabæjar.

Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður R. Óskarsson hljómborðsleikari, Guðmundur Skúlason trommuleikari, Lárus F. Guðmundsson söngvari og Sverrir Ásmundsson bassaleikari. Hún komst ekki áfram í úrslit tilraunanna.