Candyman (1987)

Candyman

Hljómsveitin Candyman starfaði árið 1987 í fáeina mánuði undir því nafni en tók síðan upp nafnið Útúrdúr.

Sveitin var stofnuð í Keflavík, gagngert til að taka þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíð í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1987. Ekki liggur alveg ljóst hverjir skipuðu sveitina í upphafi en Ragnheiður Eiríksdóttir og Sigurður Óli Pálmason voru þó söngvarar sveitarinnar. Aðrir meðlimir hennar voru að líkindum þeir Bergur Sigurðsson gítarleikari, Sturla Ólafsson trymbill og Sverrir Ásmundsson bassaleikari – það voru að minnsta kosti þeir sem voru í Útúrdúr þegar hún var stofnuð upp úr Candyman.

Sigurður Óli hætti í Candyman að Húsafellshátíðinni lokinni eftir ágreining um lagaprógram sveitarinnar.