Drákon (1997-)

Drákon

Drákon

Keflvíska hljómsveitin Drákon kom við sögu í tveimur hljómsveitakeppnum árið 1997 en síðan hefur farið lítið fyrir henni.

Sveitin sem spilaði eins konar þungt rokk, vakti fyrst athygli vorið 1997 í Músíktilraunum Tónabæjar þar sem hún komst alla leið í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þá Eyjólfur Kristinsson söngvari, Jóhann Davíð Albertsson trommuleikari, Arnar Már Frímannsson bassaleikari og Ingi Þór Ingibergsson gítarleikari.

Skömmu fyrir úrslit Músíktilraun handleggsbrotnaði Ingi Þór gítarleikari sveitarinnar og skartaði hún því afleysingagítarleikara fyrir vikið úrslitakvöldið, það var enginn annar en Guðmundur Kristinn Jónsson (Kiddi í Hjálmum) sem hljóp í skarðið.

Um sumarið keppti sveitin í Rokkstokk hljómsveitakeppninni sem haldin var í Keflavík, hún hafði þar ekki erindi sem erfiði en eitt lag með sveitinni birtist á safnplötunni Rokkstokk ´97, sem kom út í kjölfarið.

Drákon hefur aldrei hætt formlega en meðlimir sveitarinnar hafa öðru hverju komið saman til æfinga.