Draumsýn [2] (1977-79)

engin mynd tiltækHljómsveitin Draumsýn starfaði í Réttarholtsskóla í tvo vetur, að öllum líkindum 1977-79, og innihélt tvo fræga einstaklinga.

Meðlimir Draumsýnar voru Björk Guðmundsdóttir söngkona og þverflautuleikari, Gunnlaugur Helgason trommuleikari og síðar útvarpsmaður, Einar Sigurðsson bassaleikari og Eyjólfur Alfreðsson síðar fiðluleikari en lék líklega á gítar í þessari sveit.

Þótt Draumsýn yrði ekki þekkt utan skólans náði hún þó því að taka upp nokkur frumsamin lög í Hljóðrita en þær upptökur eru týndar.