Albatross (1998)

engin mynd tiltækHljómsveitin Albatross var starfandi 1998 og keppti það árið í Rokkstokk hljómsveitakeppnninni í Keflavík. Meðlimir sveitarinnar voru Davíð Guðbrandsson söngvari og Margeir Einar Margeirsson, Gústav Helgi Haraldsson og Ingi Þór Ingibergsson, allir tölvumenn.

Albatross átti lög á safnplötunni Rokkstokk 1998, sem gefin var út í tilefni af keppninni.

Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um sveitina.