Akureyrar-útlagarnir (1985-86)

Akureyrar-útlagarnir

Akureyrar-útlagarnir var eins og nafnið gefur til kynna, akureysk sveit og lét til sín taka um nokkurra mánaða skeið norðanlands veturinn 1985-86.

Meðlimir sveitarinnar voru Kristján Pétur Sigurðsson söngvari og gítarleikari (Kamarorghestar o.fl.), Steinþór Stefánsson bassaleikari (Q4U o.fl.) Sigurjón Baldvinsson gítarleikari, Jóhann Ásmundsson söngvari og klarinettuleikari, Kristinn V. Einarsson trommuleikari og Ólafur Þór Kristjánsson orgelleikari.

Sveitin starfaði sem fyrr segir í nokkra mánuði og var Parror stofnuð upp úr henni.