Akrýl (2002-06)

engin mynd tiltækHljómsveitin Akrýl var stofnuð í Reykjavík í byrjun árs 2002 af Sigurði Atla Sigurðarsyni gítarleikara og Guðjóni Björgvinssyni trommuleikara. Helgi Steinar [?] bassaleikari gekk fljótlega til liðs við sveitina en staldraði stutt við. Arnar Sigurðsson gítarleikari bættist síðan í hópinn og þannig var sveitin skipuð þar til Guðmundur [?] bættist í hópinn, ekki liggja fyrir upplýsingar á hvaða hljóðfæri hann spilaði.

Guðmundur var ekki lengi í sveitinni. Hlynur Stefánsson gítarleikari kom síðastur inn og þannig var Akrýl skipuð á Músíktilraunum 2005.

Sveitin var enn starfandi árið eftir en ekki er meira vitað um tilurð eða líftíma sveitarinnar.