Drekar [1] (1964/69)

Drekar 1964

Drekar 1964

Erfitt er að henda reiður á hvenær hljómsveitin Drekar störfuðu nákvæmlega en elstu heimildir um þá sveit er að finna frá 1964. Síðan hættu Drekar störfum en birtust aftur um fimm árum síðar, 1969. Allar líkur eru á að um sömu sveit sé að ræða.

Nokkuð er á huldu hverjir Drekar voru en þó liggur fyrir að Haraldur Sigurðsson (Halli) var söngvari sveitarinnar, en stundum var hún auglýst undir nafninu Drekar og Haraldur.

Einn meðlimur sveitarinnar mun hafa verið bandarískur og fóru þeir Haraldur vestur um haf 1965 og störfuðu þar undir nafninu Halli and the Hobos ásamt þarlendum hljóðfæraleikurum, Haraldur kom heim og starfaði um tíma með Föxum en endurvakti Dreka 1969, þá var sveitin auglýst sem ný sveit svo nokkrar líkur eru á að Haraldur hafi einn verið úr gömlu útgáfu sveitarinnar.

Allar upplýsingar um Dreka eru vel þegnar.