Autobahn (1985)

engin mynd tiltækHljómsveitin Autobahn úr Reykjavík starfaði 1985 og tók þá þátt í Músíktilraunum Tónabæjar.

Pétur Einarsson hljómborðsleikari, Árni Gústafsson söngvari og hljómborðsleikari og Jóhann Jóhannsson hljómborðsleikari (Daisy hill puppy farm, Lhooq o.fl.) skipuðu sveitina.

Autobahn komst ekki áfram í úrslit keppninnar og varð líklega ekki langlíf.