Spírandi baunir (1994-98)

Hljómsveitin Spírandi baunir vakti nokkra athygli með frammistöðu sinni í Músíktiltraunum en skaut eiginlega aðeins yfir markið þegar sveitin sendi frá sér plötu og kom það henni í koll. Spírandi baunir hafði verið stofnuð upp úr hljómsveitinni Kuski árið 1994 og störfuðu sveitirnar reyndar samhliða um tíma en hljóðfæraskipan var að einhverju leyti ólík hjá…

Grumbl (1991)

Bræðingssveitin Grumbl kom fram á tónleikum tengdum djasshátíðinni Rúrek vorið 1991 en sveitin lék að mestu frumsamið efni. Sveitina skipuðu þeir Ari Einarsson gítarleikari, Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari, Hafþór Guðmundsson trommuleikari, Pétur Einarsson slagverksleikari og Þórður Guðmundsson bassaleikari. Sveitin virðist aðeins hafa verið sett saman fyrir þessa einu uppákomu.

Vindlar faraós (1989-90)

Hljómsveitin Vindlar faraós lék djassskotinn blús og lék opinberlega í fjölmörg skipti árið 1990. Sveitin, sem hefur augljósa skírskotun í bækurnar um Tinna, var stofnuð haustið 1989 en kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en vorið eftir, meðlimir voru í upphafi Skúli Thoroddsen saxófón- og flautuleikari, Sigurður Hrafn Guðmundsson gítarleikari, Ludvig Forberg hljómborðsleikari, Árni Björnsson…

Þrymur (1984)

Hljómsveitin Þrymur var eins konar skammlíft hliðarverkefni rekið samhliða hljómsveitinni Þrek en sveitirnar innihéldu sömu meðlimina sem voru Halldór Erlendsson gítarleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari, Pétur Einarsson trommuleikari, Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari og Þórður Bogason söngvari. Sveitin átti lag á safnplötunni SATT 1 sem gefin var út 1984.

Þrek (1983-85)

Hljómsveitin Þrek var starfandi í Reykjavík um miðjan níunda áratug síðustu aldar, sveitin var ekki áberandi í skemmtanalífinu en mun hafa notið nokkurra vinsælda á Vesturlandi þaðan sem tveir meðlimir hennar voru ættaðir. Þrek var stofnuð í upphafi ársins 1983 og voru meðlimir hennar þá Halldór Erlendsson gítarleikari, Kristján Óskarsson hljómborðsleikari (Upplyfting o.fl.), Gústaf Guðmundsson…

Autobahn (1985)

Hljómsveitin Autobahn úr Reykjavík starfaði 1985 og tók þá þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Pétur Einarsson hljómborðsleikari, Árni Gústafsson söngvari og hljómborðsleikari og Jóhann Jóhannsson trommuheila- og hljómborðsleikari skipuðu sveitina. Autobahn komst ekki áfram í úrslit keppninnar og varð líklega ekki langlíf.

Ruth Reginalds – Efni á plötum

Róbert í Leikfangalandi – ýmsir Útgefandi: Demant / Skífan Útgáfunúmer: D1 001 / SCD 113 Útgáfuár: 1975 / 1993 1. Dýrakynning 2. Róbert, Róbert bangsi 3. Eigið hitakerfi 4. Heima 5. Bíllinn minn 6. Ef ég væri í skárra skapi 7. Sjá, sjá 8. Leikfangaland 9. Annar tími á öðrum stað 10. Áfram, áfram 11.…