Auschwitz (1992-93)

engin mynd tiltækRokksveit úr Hafnarfirðinum sem keppti í Músíktilraunum 1992. Sveit þessi var skipuð þeim Gísla Árnasyni bassaleikara (PPPönk), Páli Kr. Sæmundssyni gítarleikara, Árna Rúnari Þorvaldssyni söngvara, Birni Viktorssyni trommuleikara (PPPönk, Singapore Sling o.fl.) og Þorvaldi Einarssyni gítarleikara.

Sveitin komst ekki áfram í úrslit þrátt fyrir góð tilþrif en starfaði áfram, næsta ár keppti sveitin aftur en þá undir nafninu Moskvítsj.

Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Auschwitz.