Moriarty (1988)

Moriarty

Hljómsveitin Moriarty úr Kópavogi keppti árið 1988 í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar.

Meðlimir sveitarinnar voru Arnar Geir Ómarsson trommuleikari, Valur Bogi Einarsson gítarleikari, Finnur Björnsson hljómborðsleikari og Helgi Sigurðsson bassaleikari. Sveitin lék instrumental tónlist og lenti í fjórða sæti tilraunanna.