Mortuary (1990-91)

engin mynd tiltækHljómsveitin Mortuary starfaði í ríflega hálft ár frá haustinu 1990 til vorsins 1991 en þá var In memoriam stofnuð upp úr henni.

Á þessu tímabili keppti sveitin í Músíktilraunum og lenti þar í þriðja sæti á eftir Infusoria og Trössunum. Sveitina skipuðu þá Árni Jónsson söngvari, Jóhann Rafnsson trommuleikari, Vigfús Rafnsson gítarleikari, Albert Þorbergsson gítarleikari og Þórarinn Freysson bassaleikari.