Moriarty (1988)

Hljómsveitin Moriarty úr Kópavogi keppti árið 1988 í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Meðlimir sveitarinnar voru Arnar Geir Ómarsson trommuleikari, Valur Bogi Einarsson gítarleikari, Finnur Björnsson hljómborðsleikari og Helgi Sigurðsson bassaleikari. Sveitin lék instrumental tónlist og lenti í fjórða sæti tilraunanna.

Sexmenn [2] (1989-94)

Sexmenn var hljómsveit úr Reykjavík, starfandi á árunum 1989-94. Sveitin átti lag á safnplötunni Húsið, sem gefin var út til styrktar Krýsuvíkursamtökunum (1991) en þar var hún skipuð þeim Þóri Úlfarssyni hljómborðsleikara, Einari Guðmundssyni gítarleikara og Halldóri V. Hafsteinssyni söngvara. Sveitin átti annað lag á safnplötunni Lagasafnið 2 (1992). Sexmenn virðast hafa starfað með hléum…