Drykkir innbyrðis (1986-89)

Drykkir innbyrðis

Akureyska hljómsveitin Drykkir innbyrðis starfaði á árunum 1986 til 1989 en frægðarsól hennar reis hæst þegar hún hafnaði í öðru sæti Músíktilrauna vorið 1986, þá einungis nokkurra mánaða gömul. Meðlimir sveitarinnar voru þá þeir Viðar Garðarsson bassaleikari, Eiríkur S. Jóhannsson gítarleikari, Rúnar Friðriksson söngvari (Jötunuxar, Sixties), Ingvi R. Ingvason trommuleikari og Haukur Eiríksson hljómborðsleikari.

Eftir Músíktilraunaævintýrið fór reyndar aldrei mikið fyrir sveitinni, 1987 var Gísli Aðalsteinsson gítarleikari kominn í sveitina í stað Eiríks og 1989 hafði Geir Rafnsson tekið við trommunum af Ingva.

Engar spurnir fara af sveitinni eftir sumarið 1989.