Plastgeir og Geithildur (1988)

Plastgeir og Geithildur

Plastgeir og Geithildur

Plastgeir og Geithildur var tríó frá Akranesi sem keppti í Músíktilraunum 1988 og voru meðlimir hennar Hrannar Örn Hauksson bassaleikari, Leifur Óskarsson gítarleikari og söngvari og Jóhann Á. Sigurðsson trommuleikari. Sveitin var þá nýstofnuð upp úr Óþekktum andlitum og áttu meðlimir hennar eftir að keppa síðar með öðrum Skagasveitum á sama vettvangi.

Pétur Heiðar Þórðarson (einnig úr Óþekktum andlitum) tróð reyndar óvænt upp með Plastgeir og Geithildi á undanúrslitakvöldinu á Músíktilraunum en sveitin komst ekki í úrslit tilraunanna og lagði vísast til upp laupana skömmu síðar.