
Lalli og sentimetrarnir
Lalli og sentimetrarnir var hljómsveit frá Akranesi sem keppti í Músíktilraunum 1989.
Sveitin komst í úrslit keppninnar. Lárus Halldórsson var trommuleikari sveitarinnar en aðrir meðlimir hennar voru Leifur Óskarsson gítarleikari, Þorbergur Auðunn Viðarsson söngvari, Hrannar Örn Hauksson bassaleikari og Hjörleifur Halldórsson hljómborðsleikari.